Framkvæmd

Lokað fyrir heitt vatn í Kvíslar- og Leirvogstungu

31/08/2018Lokað fyrir heitt vatn í Kvíslar- og Leirvogstungu
Lokað þarf fyrir heitt vatn í Kvíslartungu og Leirvogstungu í dag 31.08. frá kl: 9 og fram eftir degi vegna viðgerðar á leka á inntaksleiðslu sem verið er að tengja. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira ...

Göngustígur austan Skeiðholts

26/08/2018Göngustígur austan Skeiðholts
Stefnt er á að hefilvinnu verði lokið á göngustíg austan Skeiðholts um miðja næstu viku, í framhaldi verður stígurinn malbikaður og opnað fyrir umferð í vikulok 31.ágúst 2018. Ofangreindar framkvæmdir eru háðar veðri og geta því dregist en vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðið. Vegfarendur eru sérstaklega minntir á að virða hámarkshraða Skeiðholts sem er 30 km/klst.
Meira ...

Umferðatafir á Helgafellsvegi

15/08/2018Umferðatafir á Helgafellsvegi
Fimmtudaginn 16.08 frá kl. 09:00 (veðurháð) verður unnið við malbiksyfirlögn á Helgafellsvegi frá hringtorgi við Ásaveg og Vefarastræti, niður fyrir steypta miðeyju. Umferð verður stýrt þannig að akstur er stöðvaður í aðra áttina á meðan umferð úr hinni áttinni er hleypt í gegn þannig að götunni er aldrei lokað. Beðist er velvirðingar á umferðartöfum sem af munu hljótast.
Meira ...

Lokað fyrir heitt vatn í Laxatungu 1-127

06/07/2018Lokað fyrir heitt vatn í Laxatungu 1-127
Vegna viðgerða á heimæð er nauðsynlegt að loka fyrir heitt vatn í dag, föstudaginn 6. júlí og fram eftir degi í Laxatungu 1-127. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira ...

Malbikun í Helgafellshverfi

04/07/2018Malbikun í Helgafellshverfi
Næstkomandi fimmtudag þann 05.07 frá kl. 22:00 og fram á nótt verður unnið við malbiksyfirlögn á hringtorgi við Vefarastræti, Gerplustræti, Ásavegi og Helgafellsvegi ásamt efsta hluta Helgafellsvegar. Hjáleið verður um Helgafellsheiði frá Þingvallavegi (sjá mynd).
Meira ...

Malbikun á Vesturlandsvegi

03/07/2018Malbikun á Vesturlandsvegi
Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka, ef veður leyfir: Miðvikudaginn 4. júlí er stefnt að því að fræsa og malbika vinstri akrein og öxl á Vesturlandsvegi í átt að Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Úlfarfellsveg að hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg. Þrengt verður um eina akrein og búast má við lítilsháttar umferðartöfum. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðlögðu lokunarplani 8.0.69.
Meira ...

Lokað fyrir heitt vatn í Barrholti að hluta

25/06/2018Lokað fyrir heitt vatn í Barrholti að hluta
Vegna viðgerða á heimæð er nauðsynlegt að loka fyrir heitt vatn í dag, mánudaginn 25. júní og fram eftir degi í Barrholti að hluta. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. Hafa þarf í huga að loft getur komist á kerfið þegar vatni er hleypt á að nýju. Sérstaklega getur þurft að huga að sérhæfðum búnaði hitakerfa húsa, s.s. gólfhitakerfum, hitalögnum í plönum og dælum þeirra, t.d. með því að stöðva þær á meðan vatnsleysi varir. Kerfin eiga þó að vera útbúin þannig að þessi hætta sé í lágmarki.
Meira ...

Baugshlíð lokuð að hluta dagana 13. og 14. júní

12/06/2018Baugshlíð lokuð að hluta dagana 13. og 14. júní
Vegna fráveituframkvæmda verður lokað fyrir umferð í hluta Baugshlíðar miðviku- og fimmtudaginn 13. og 14. júní frá kl. 7:00 og fram eftir degi. Lokunin nær frá Skálatúni að Klapparhlíð. Vegfarendum er bent á hjáleið um Langatanga. Við þökkum fyrir þolinmæðina á meðan á þessum framkvæmdum stendur.
Meira ...

Malbikun á Vesturlandsvegi

12/06/2018Malbikun á Vesturlandsvegi
Þriðjudaginn 12. júní er stefnt að því að malbika báðar akreinar á Vesturlandsvegi, frá hringtorgi við Langatanga að hrintorgi við Baugshlíð. Þrengt verður um eina akrein, búast má við lítilsháttar umferðartöfum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:00 og 19:00.
Meira ...

Tilkynning frá Vegagerðinni

07/06/2018Tilkynning frá Vegagerðinni
Fimmtudaginn 7. júní er stefnt að því að fræsa og malbika hægri akrein og öxl á Vesturlandsvegi í átt að Mosfellsbæ, frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg að hringtorgi við Skarhólabraut. Þrengt verður um eina akgrein og búast má við lítilsháttar umferðartöfum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli 06:00 og 15:00
Meira ...

Síða 4 af 11