Framkvæmd

Staða framkvæmda við Skeiðholt

06/06/2018Staða framkvæmda við Skeiðholt
Framkvæmdir verktaka við hliðrunar Skeiðholts og byggingu hljóðveggs ganga vel og nálgast verklok. Áætlað er að framkvæmdir við hljóðvegg og stígagerð muni standa yfir til loka ágústmánaðar 2018 en miðað er við að opnað verði fyrir aðgengi bifreiða og strætisvagna um mánaðarmótin júní/júlí 2018.
Meira ...

Skeiðholt, opnun götu fyrir umferð bifreiða og strætisvagna

04/06/2018Skeiðholt, opnun götu fyrir umferð bifreiða og strætisvagna
Framkvæmdir verktaka eru á síðustu metrunum vegna hliðrunar götunnar og byggingu hljóðveggs. Áætlað er að framkvæmdir muni standa yfir til loka ágústmánaðar 2018 en stefnt er á opnun aðgengis bifreiða og strætisvagna um helgina 30.júní 2018.
Meira ...

Skeiðholt lokun - leiðrétting á frétt

31/05/2018Skeiðholt lokun - leiðrétting á frétt
Íbúar hafa bent á villu í kynningu Mosfellsbæjar sem birtist þann 9. mars 2018 vegna lokunar Skeiðholts á meðan framkvæmdir eru standa yfir. Hið rétta er að framkvæmdir munu standa yfir til loka ágústmánaðar og Skeiðholt mun vera lokað fyrir umferð fram að þeim tíma. Opnun Skeiðholts fyrir umferð bifreiða verður ekki þann 1. júní eins og kom fram í fyrirsögn fréttar heldur við lok framkvæmda sem er 31. ágúst 2018.
Meira ...

Heitavatnslaust á Engjavegi

16/05/2018Heitavatnslaust á Engjavegi
Vegna bilunar er heitavatnslaust á Engjavegi í dag, miðvikudaginn 16. maí. Viðgerð stendur yfir og óljóst hvenær henni verður lokið í dag. Þjónusturof hitaveitu - ábending til húsráðenda: Hafa þarf í huga að loft getur komist á kerfið..
Meira ...

Lokað fyrir heitt vatn í Snæfríðargötu

14/05/2018 Lokað fyrir heitt vatn í Snæfríðargötu
Lokað verður fyrir heitt vatn í Snæfríðargötu þriðjudaginn 15. maí vegna viðgerða á stofnlögn frá kl. 9:00 og fram eftir degi.
Meira ...

Viðgerð á kaldavatnslögn í Holtahverfi er lokið og kalt vatn er komið á hverfið

11/05/2018
Viðgerð er lokið í Holtahverfi vegna bilunar sem varð í morgun og kalt vatn er komið á hverfið.
Meira ...

Lokað fyrir kalda vatnið í hluta Holtahverfis

07/05/2018Lokað fyrir kalda vatnið í hluta Holtahverfis
Lokað verður fyrir kalt vatn í Þverholti, Akurholti, Arkarholti, Brattholti, Barrholti, Bergholti og Byggðarholti 1-3 og 17-57 þriðjudaginn 8. maí vegna viðgerða á stofnlögn frá kl:18:00 og fram eftir kvöldi.
Meira ...

Rafmagnslaust í Helgafellslandi í fyrramálið

02/05/2018Rafmagnslaust í Helgafellslandi í fyrramálið
Tilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur. Vegna vinnu í dreifistöð 1184 Gerplustræti 14A, verður rafmagnið tekið af í fyrramálið þann 3. maí í Helgafellslandi frá kl. 05:30 - 07:30. Nánari upplýsingar um truflun veitir Bakvakt okkar í síma 516 6200. Á mynd má sjá hvar truflunin hefur áhrif
Meira ...

Íbúar í Holtunum athugið

02/05/2018Íbúar í Holtunum athugið
Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar. Lokað verður fyrir kalt vatn í Akurholti, Álmholti, Ásholti, Dvergholti, Byggðarholti og Njarðarholti fimmtu- og föstudaginn 3. og 4. maí frá kl 9:00 og fram eftir degi vegna endurnýjunar á stofnlögn í Skeiðholti. Vatn verður sett á eins fljótt og auðið er hvorn dag fyrir sig.
Meira ...

Úthlutun lóða í Fossatungu og Kvíslatungu

30/04/2018Úthlutun lóða í Fossatungu og Kvíslatungu
Mánudaginn 7. maí kl. 15.00 er boðað til fundar á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Þverholti 2, þar sem dregið verður úr umsóknum um 31 lóð við Fossatungu og Kvíslartungu. Framkvæmd útdráttar verður í höndum fulltrúa sýslumanns og er fundurinn opin öllum umsækjendum. Nánari upplýsingar er að finna í úthlutunarskilmálum vegna lóða við Fossatungu og Kvíslartungu á mos.is/lodir
Meira ...

Síða 5 af 11