ÚTBOÐ - Tunguvegur í Mosfellsbæ

13.03.2013 11:08

ÚTBOÐÚtboð - Tunguvegur
Tunguvegur í Mosfellsbæ


Hönnun
Um er að ræða fullnaðarhönnun á Tunguvegi frá Skólabraut að Vogatungu. Það er um 1.700m vegakafli ásamt ræsi eða brú yfir Varmá með undirgöngum fyrir gangandi umferð og reiðleið, brú á Köldukvísl með reiðleið undir brú, hringtorg á mótum Tunguvegar, Skeiðholts og Skólabrautar og undirgöngum fyrir gangandi umferð undir Skeiðholt ofan við hringtorgið. Hanna skal lýsingu með vegi og undir brúm og í undirgöngum.
Hanna skal göngustíg með Tunguvegi norður fyrir Köldukvísl og reiðveg fyrir norðan Köldukvísl og tengja við aðliggjandi stíga. Einnig skal ráðgjafi hanna rofvarnir með Köldukvísl ofan Tunguvegar þar sem jakaburður gengur niður ána.
Verkið felur í sér hönnun á öllum mannvirkjum með nauðsynlegri deilihönnun fyrir útboð framkvæmda þar með vinnu arkitekta og landslagsarkitekta.

Helstu magntölur: 

  • Lengd Tunguvegar 1.700m
  • Undirgöng undir Skeiðholt 1 stk.
  • Ræsi eða brú yfir Varmá 1 stk.
  • Brú yfir Köldukvísl 1 stk.
  • Göngustígar 850m
  • Reiðstígar 900m

Hönnun skal vera lokið eigi síðar en 8. júlí 2013.

Útboðsgögn á geisladiski verða afhent í Mosfellsbæ, , frá og með mánudegi 4. febrúar 2013.

Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 19. febrúar 2013 kl. 14.00.

Umhverfissvið Mosfellsbæjar

Til baka