Endurgerð skólalóða - útboð

13.06.2014 15:55
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í eftirfarandi tvö verk:

Endurgerð lóðar við Lágafellsskóla.

Endurgerð á yfirborði, malbikun, hellulögn og gróðurfrágangur ásamt uppsetningu leiktækja.

Endurgerð lóðar við Varmárskóla.

Endurnýjun yfirborðs og hellulögn við eldri deild Varmárskóla ásamt uppsetningu leiktækja.

Um er að ræða tvö óháð verk sem boðin eru út á sama tíma. Leiktæki og leiksvæði á báðum lóðum skulu vera frágengin 15. ágúst 2014 en annar frágangur 25. September 2014.

Rafræn útboðsgögn á diski fást án endurgjalds í Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2 frá og með miðvikudeginum 18. júní 2014.

Tilboð í bæði verkin verða opnuð þann 1. Júlí nk. kl. 11 á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2.hæð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Umhverfissvið Mosfellsbæjar


Til baka