
ÚTBOÐ - Tunguvegur - Kvíslartunga - Vogartunga og Skeiðholt - Hringtorg við Þverholt
30.06.2014 14:13Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Tunguvegur - Kvíslartunga - VogartungaVerki felst í að leggja nýjan Tunguveg frá Kvíslartungu að Vogartungu alls um 0,7 km. Tunguvegur verður 7 m breiður með 6 m breiða akbraut. Til hliðar við Tunguveg á að leggja 3 m breiðan hjóla- og göngustíg.
Skeiðholt - Hringtorg við Þverholt
Verkið felst í að gera hringtorg á gatnamótum Skeiðholts og Þverholts ásamt að ganga frá tengingum við hringtorgið.
Helstu magntölur eru:
- Uppgröftur 26.800 m3
- Fylling 25.500 m3
- Malbikun 10.800 m2
Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð, frá og með mánudeginum 30. júní.
Tilboð verða opnuð á sama stað að viðstöddum þeim tilboðsgjöfum sem þess óska þann 12. ágúst 2014 kl. 11:00
Umhverfissvið Mosfellsbæjar