Útboð - Vesturlandsvegur, undirgöng við Aðaltún

07.04.2015 13:31

AUGLÝSING UM ÚTBOÐ


Umhverfissvið Mosfellsbæjar og Vegagerðin óska eftir tilboðum í verkið:

Vesturlandsvegur, undirgöng við Aðaltún

Um er að ræða gerð forsteyptra undirganga undir Vesturlandsveg við Aðaltún ásamt tilheyrandi stígagerð og yfirborðsfrágangi. Verkið felst einnig í gerð bráðabirgðavegar auk færslu og endurnýjunar á lögnum. Undirgöngin verða yfir 5m breið, um 20m löng og unnið verður við alls um 0,2 km af stígum.

Helstu magntölur eru:

Rif yfirborðs
470 m2
Uppgröftur og endurfylling  3.550 m3 
Losun klappar   1.050 m3 
Aðflutt fylling  4.100 m3 
Malbik  2.800 m2 
Undirgöng - staðsteyptar plötur og undirstöður  165 m3 
Undirgöng - forsteyptar veggjaeiningar   105 m3 
Fráveitulagnir 150-300mm  110 m 
Strengjaskurðir   160 m 
Þökulagnir  790 m2
Grassáning 
2.000 m2 
Gróðurbeð   115 m
Trjágróður   130 stk  


Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2015

Útboðsgögn á geisladiski verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með þriðjudegi 30. mars 2015.

Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 21.04.2015 kl.11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Til baka