Útboð - Vogatunga, Gatnagerð og lagnir

22.04.2015 15:57
AUGLÝSING UM ÚTBOÐ

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið:

Vogatunga, Gatnagerð og lagnir

Um er að ræða íbúðasvæði í Vogatungu sem staðsett er í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Helstu verkþættir eru að ljúka vinnu við gatnagerð og veitukerfi á svæðinu. Verkið skiptist í 3. áfanga á árunum 2015-2016.

Helstu magntölur eru:

Gröftur  500 m3  
Hreinsa lífrænt efni úr yfirborði   4.600 m² 
Fylling   3.450 m3 
Holræsi  200 m  
Hitaveitulagnir 550 m 
Vatnsveitulagnir
335 m
Heildarskurðlengd
500 m 
Ídráttarrör  500 m 
Strengir  1.800 m  

Verkinu er skipt í 3. hluta. 
Verkhluta 1. skal að fullu lokið 29. júní 2015.
Verkhluta 2. skal að fullu lokið 15. september 2015.
Verkhluta 3. skal að fullu lokið 1. Júlí 2016

Útboðsgögn á geisladiski verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með þriðjudegi 28. apríl 2015.

Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 12. maí 2015 kl. 14.00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 

Til baka