VERÐKÖNNUN - vetrarþjónusta stofnanalóða

04.10.2016 09:21
Mosfellsbær óskar eftir verðum í vetrarþjónustu stofnanalóða í Mosfellsbæ 2016 – 2019.

Verkið felst í snjóruðningi og hálkueyðingu í þrjá vetur á bílastæðum stofnana í Mosfellsbæ. Einnig er um að ræða tilfallandi snjóruðning í húsagötum í Mosfellsbæ.

Verkinu er skipt í þrjú svæði sem hvert um sig inniheldur þrjár til fjórar stofnanalóðir.

Stærð svæða er sem hér segir:
Svæði 1: 7300 m2
Svæði 2: 8100 m2
Svæði 3: 3300 m2

Verðkönnunargögn verða afhent á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá og með mánudeginum 3. oktober n.k og verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 11. oktober kl. 11:00.

Umhverfissvið Mosfellsbæjar.
Til baka