Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Fossatunga – Gatnagerð og veitur 2017

14.03.2017 10:00
Um er að ræða nýja götu sem nefnd hefur verið Fossatunga sem staðsett er í nokkuð grónu hverfi í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Helstu verkþættir eru að ljúka vinnu við gatnagerð, rif á húsi og jarðvinna vegna veitukerfa á svæðinu.

Helstu magntölur eru:
Rif og förgun 700 m³
Uppúrtekt 5.400 m³
Losun klappar 1.600 m³
Fylling í götu 2.400 m³
Fráveitulagnir 1.350 m
Fráveitubrunnar 14 stk.
Skurðir veitna 770 m

Verkinu er skipt í tvo áfanga
Fyrsta áfanga skal lokið 7.ágúst 2017
Öðrum áfanga skal lokið 2.október 2017

Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með þriðjudeginum 14. mars 2017.

Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 4. apríl 2017 kl.11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Til baka