Fjölnota íþróttahús, Forval

31.01.2018 12:26

Umhverfissvið Mosfellsbæjar auglýsir eftir þátttakendum í forvali fyrir alútboð vegna byggingar á fjölnota íþróttahúsi við Varmá í Mosfellsbæ. Stærð hússins verður um 3.850 m² (74 x 52 m) auk anddyrisbyggingar. Í húsinu verður knattspyrnuvöllur lagður gervigrasi og hlaupabraut við hlið vallarins ásamt gangbraut umhverfis völlinn.

Gert er ráð fyrir að húsið verði byggt úr tvöföldum PVC dúk á stálgrind en undirstöður verði steinsteyptar og einnig verði hluti útveggja steinsteyptir. Skila skal fullbúnu húsi að utan og innan, með fullfrágenginni lóð. Almennt gildir að fastabúnaður er innifalinn en lausabúnaður ekki.

Heiti verkefnisins er: Fjölnota íþróttahús við Varmá.

Helstu verkþættir eru:

  • Jarðvinna Uppsteypa húss
  • Reising stálgrindar og klæðning
  • Frágangur innanhúss þ.m.t lagnakerfa
  • Frágangur á gervigrasi, hlaupa- og göngubrauta
  • Frágangur lóðar

Forvalsgögn verða send í tölvupósti þeim sem óska eftir að taka þátt í forvali frá og með þriðjudeginum 30. janúar 2018. Óskir um forvalsgögn skal senda á netfangið gk@verkis.is, með upplýsingum um nafn fyrirtækis, nafn tengiliðar ásamt tölvupóstfangi og símanúmeri.

Skila skal útfylltum forvalsgögnum í lokuðu umslagi merktu á eftirfarandi hátt til afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð, eigi síðar en þriðjudaginn 13. febrúar 2018, klukkan 16:00.

Umhverfissvið Mosfellsbæjar
Þverholti 2, 2. hæð
270 Mosfellsbær

Til baka