Óskað eftir tilboðum í verkið Desjamýri 11-14

21.06.2019 14:09

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: "Desjamýri 11 - 14, gatnaferð"

Um er að ræða framlengingu á götu við Desjamýri ofan við Hlíðartúnshverfi. Vakin er athygli á að aðkoma verktaka liggur framhjá grónu hverfi og því skal verktaki taka tillit til þess.

Helstu verkþættir eru: gatnagerð og veitukerfi í Desjamýri 11 - 14. Ljúka skal uppbyggingu gatna, gangstíga og leggja vatns-, holræsa- og hitaveitulagnir auk heimtauga og tengja þær við núverandi veitukerfum. 

Helstu magntölur eru: 

Uppgröftur og endurfylling/brottakstur   10.300 m3 
Losun klappar  400 m
Aðflutt fylling    10.000 m3 
Malbik  1.400 m2 
Skurðsnið/strengjaskurðir  600 m 
Fráveitulagnir 150 - 300 mm  570 m 
Hitaveitulagnir  380 m 
Vatnsveitulagnir   820 m 
Ljósastópar  8 stk 

Verkinu skal að fullu lokið 1. febrúar 2020

Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofa Mosfellbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með klukkan 10:00 á þriðjudeginum 25. júní 2019.

Tilboðum skal skilað á sama stað, Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar, eigi síðar en föstudaginn 19. júlí 2019 kl. 13:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðuendum sem þess óska. 

Til baka