Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum, 3. áfangi, uppbygging og fullnaðarfrágangur

17.02.2020 13:04

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: „Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum, 3. áfangi, uppbygging og fullnaðarfrágangur“.

Mosfellsbær vinnur nú að byggingu vatnstanks í Úlfarsfellshlíðum, sunnan Skarhólabrautar. Verkið sem nú er boðið út er 3. áfangi þessa verks. Sú vinna sem fór fram í 1. áfanga verksins var lagningu vegar frá Skarhólabraut og að fyrirhuguðum vatnstanki. 2. áfangi verksins var lagnavinna og lagning strengja frá Skarhólabraut að fyrirhuguðum vatnstanki.

Helstu verkþættir 3. áfanga er uppbygging vatnstanks úr steinsteypu með lokahúsi ásamt frágangi mannvirkisins að innan og utan. Auk þess er innifalið smíði og uppsetning lagna, loka og búnaðar í lokahúsi ásamt lagningu fráveitulagna, vatnsveitulagna og raflagna ásamt sérkerfum, smáspennu-, bruna- og öryggiskerfis.

Helstu magntölur eru áætlaðar um:

  • Steypumót -  1.750 m2
  • Steinsteypa - 510 m³
  • Bendistál - 46.500 kg
  • Endurfylling að vatnstanki - 2000 m³
  • Fráveitulagnir - 210 m
  • Vatnsveitulagnir - 90 m
  • Stjórnskápur með búnaði samkv teikn. - 1200x1000x300mm

Uppsetning lagnaleiða og lagning strengja að stórn- og mælabúnaði vantsveitu.
Tenging stjórn- og mælabúnaðar vatnsveitu.
IO prófanir með forritara (forritun er ekki hluti af þessu útboði).
Uppsetning ryðfrírra vatnsveitulagna og loka í lokahúsi. Verkhluti inniheldur suðu á ryðfríum lögnum, smíði undirstaða, uppsetningu loka og önnur tengd verk.

Verkinu skal að fullu lokið 1. mars 2021.

Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með klukkan 10:00 á þriðjudeginum 18. febrúar 2020. Tilboðum skal skilað á sama stað, bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, eigi síðar en föstudaginn 13. mars 2020 kl.11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 

Til baka