Endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 3. október 2018 að endurskoða gildandi aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030. Tillagan var upphaflega afgreidd af skipulagsnefnd Mosfellsbæjar þann 21. september 2018. Ákvörðun um endurskoðun er í samræmi við 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ákvæði 4.8.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar verður unnið skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Þar er aðalskipulag skilgreint þannig: „Skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu.“
Mosfellsbær hefur samið við ARKÍS arkitekta um skipulagsráðgjöf við endurskoðun aðalskipulagsins. ARKÍS arkitektar munu vinna endurskoðunina í samvinnu við skipulagsfulltrúa, starfsfólk umhverfissviðs og Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar. Gert er ráð fyrir að nýtt skipulag verði samþykkt vorið 2022.
Verkefnastjóri aðalskipulags á umhverfissviði Mosfellsbæjar er Anna Margrét Tómasdóttir. Ábendingar og erindi skulu berast á skipulag[hja]mos.is eða skriflega á bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, Þverholt 2, 270 Mosfellsbær.
Rafræn kynning á lýsingu nýs aðalskipulags
12.10.2020
Nýtt aðalskipulag
30.09.2020
Skipulagslýsing fyrir nýtt aðalskipulag
18.09.2020