10. september 2008: Vesturlandsvegur, mislæg gatnamót við Leirvogstungu/Tungumela.

14.10.2009

Vesturlandsvegur, mislæg gatnamót við Leirvogstungu/Tungumela

Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi, sem tekur til Vesturlandsvegar milli Leirvogsár og Köldukvíslar og mislægra gatnamóta þar sem íbúðarhverfi í Leirvogstungu og athafnasvæði á Tungumelum tengjast veginum á þessum kafla. Tillagan gerir ráð fyrir að Vesturlandsvegur færist um allt að 50 m á kafla og lækki um allt að 7 m þar sem gatnamótin koma. Tengivegir úr hverfunum tengist inn á hringtorg, sem verði á brúm yfir þjóðveginum og tengist honum með að- og fráreinum.

Samhliða deiliskipulagstillögunni er skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 auglýst til kynningar umhverfisskýrsla, sem sett er fram sem hluti af greinargerð með skipulagstillögunni.  

Tillagan og umhverfisskýrslan verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 10. september til og með 22. október 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semdir. Tillagan og umhverfisskýrslan eru einnig birtar hér á heimasíðu Mosfellsbæjar:

Tillaga að deiliskipulagi (uppdráttur), pdf-skjal 900 k

Greinargerð og umhverfisskýrsla, pdf-skjal 2,3 MB

Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar eigi síðar en 22. október 2008. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu að deiliskipulagi inn­an þessa frests telst vera henni samþykkur.

4. september 2008,

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Til baka