15. október 2007: Brú á Leirvogsá við Fitjar, tillaga að deiliskipulagi

14.10.2009

Brú á Leirvogsá við Fitjar

Reykjavíkurborg og Mosfellsbær auglýsa hér með í sameiningu skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi reits við Leirvogsá milli Fitja og flugvallarsvæðis á Tungubökkum. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði brú yfir ána fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur, skv. nánari skilmálum á upp­drætti.

Tillöguuppdráttur með greinargerð og skipulagsskilmálum verður til sýnis í þjón­ustu­veri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, og í upplýsingaskála skipulags- og bygging­ar­sviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, frá 15. október 2007 til 26. nóvember 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana at­huga­semdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar: www.skipbygg.is

Skoða tillöguuppdrátt (pdf - 1,4 MB)

Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist til skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar (merktar skipulagsfulltrúa) eða til Mosfellsbæjar (merktar skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 26. nóvember 2007. Einnig má senda athugasemdir í tölvupósti á skipulag[hja]rvk.is eða finnur[hja]mos.is.

Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

9. október 2007,

Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar


 
 
Til baka