19. júlí 2007: 4. áfangi Helgafellshverfis

14.10.2009

Helgafellshverfi, 4. áfangi
Tillaga að deiliskipulagi og umhverfisskýrsla

Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi fjórða áfanga íbúðarbyggðar í Helgafellslandi.

Skipulagssvæðið er um 11,8 ha að stærð og liggur syðst og austast í fyrirhugaðri byggð. Það afmarkast til suðurs og austurs af Skammadalslæk, til vesturs af opnu svæði við Sauðhól og til norðurs af miðhverfi (Auganu) og tengivegi (Skammadalsvegi) austur úr því og er vegurinn innan skipulagssvæðisins. Tillagan gerir ráð fyrir 113 íbúðum í einbýlis-, rað-, par- og tvíbýlishúsum á 72 lóðum. Hún nær einnig yfir opið svæði meðfram Skammadalslæk þar sem áformaðir eru göngu- og reiðstígar.

Samhliða deiliskipulagstillögunni er skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 auglýst til kynningar "Umhverfisskýrsla deiliskipulags Helgafells, áfanga IV" og er hún sett fram sem viðauki við greinargerð með deiliskipulagstillögunni.

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum verða til sýnis í þjón­ustu­veri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 19. júlí 2007 til 16. ágúst 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana at­huga­semdir. Tillagan er einnig birt hér á vef Mosfellsbæjar:

Tillaga að deiliskipulagi - pdf-skjal, 3700k - jpg-skjal, 1200k 
Skýringaruppdráttur - pdf-skjal, 4400k - jpg-skjal, 1300k
Greinargerð og umhverfisskýrsla - pdf-skjal, 1100k

Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar eigi síðar en 30. ágúst 2007. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

12. júlí 2007,

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka