21. júlí 2008: Tungumelar, breyting á deiliskipulagi

14.10.2009

 

 

Tungumelar, athafnasvæði

Tillaga að breytingum á deiliskipulagi

 

Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breytingum á deiliskipulagi athafnahverfis á Tungumelum, en gildandi skipulag var samþykkt  16. nóvember 2005. Breytingarnar felast í aðlögun lóðarmarka og byggingarreita næst Vesturlandsvegi að nýrri útfærslu mislægra gatnamóta og breyttu veghelgunarsvæði vegarins. Við breytingarnar stækka lóðir um samtals 4.400 m2.

 

Tillagan ásamt greinargerð verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 21. júlí 2008 til og með 1. september 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana at­huga­semdir. Tillagan og greinargerðin eru einnig birtar hér á heimasíðunni:

Tillöguuppdráttur (pdf, 1,8 MB)

Greinargerð (pdf, 300 k)

Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 1. september 2008. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna inn­an þessa frests telst vera henni samþykkur.

 

15. júlí 2008,

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Til baka