22. júlí 2008: Skeiðholt - Tunguvegur, tillaga að deiliskipulagi

14.10.2009

Tillögur að deiliskipulagi og breytingu á aðal-­
skipulagi og tilheyrandi umhverfisskýrslur

Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 neðangreinda tillögu að breytingu á aðalskipulagi, og skv. 25. gr. sömu laga neðangreinda tillögu að deiliskipulagi. Samhliða tillögunum eru einnig auglýstar tilheyrandi umhverfisskýrslur skv. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Tunguvegur, breyting á aðalskipulagi

Breytingar felast einkum í því að legu Tunguvegar, sem er tengivegur milli Skeiðholts og Leirvogstungu, er breytt á 800 m kafla til aðlögunar að landslagi. Einnig er flokkun vegarins breytt, úr tengivegi í 1. fl. í tengiveg í 2. fl. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla.

Vakin er athygli á því að heimiluð hefur verið auglýsing á annarri tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga, sem varðar aðallega íbúðarsvæðið í Leirvogstungu. Sú tillaga bíður auglýsingar, en í henni er m.a. lagt til að reiðvegur vestan hverfisins færist vestur fyrir Tunguveg.

Skeiðholt-Tunguvegur, tillaga að deiliskipulagi

Skipulagssvæðið nær yfir vegstæði Skeiðholts austan Þverholts, milli aðliggjandi lóða, yfir vegstæði væntanlegs Tunguvegar milli Skólabrautar og Köldukvíslar og hluta aðliggjandi opinna svæða. Gerð er grein fyrir breytingum á legu og útfærslu Skeiðholts og væntanlegri legu Tunguvegar og sýndar útfærslur gatnamóta. Fjallað er um göngu- og reiðstíga, brýr yfir Varmá og Köldukvísl og undirgöng fyrir gangandi og ríðandi umferð. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla.

Tillögurnar og umhverfisskýrslurnar verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 22. júlí 2008 til og með 2. september 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semdir. Tillögurnar og umhverfisskýrslurnar eru einnig birtar hér á heimasíðunni:

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi(pdf, 1,9 MB)
Tillaga að deiliskipulagi, 2 blöð (pdf, 2,4 MB)
Umhverfisskýrsla með breytingu á aðalskipulagi (pdf, 460 K)
Umhverfisskýrsla með deiliskipulagi (pdf, 770 k)
Viðaukar við umhverfisskýrslur (pdf, 2,5 MB)

Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 2. september 2008. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu inn­an þessa frests telst vera henni samþykkur.

17. júlí 2008,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka