26. september 2008: Brekkuland 1-3 og Lóð í Auga vestan Sauðhóls.

14.10.2009

Brekkuland 1-3 og lóð vestan Sauðhóls

Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 neðangreindar tvær tillögur að deiliskipulagi:

Brekkuland 1-3

Tillagan fjallar um lóðirnar nr. 1 og 3 við Brekkuland. Hún gerir ráð fyrir að tvíbýlishús á lóð nr. 3 verði rifið en í staðinn verði byggð tvö tveggja hæða tví­býlishús, nr. 3 og 5. Bílskúr á lóð nr. 1 verði rifinn og annar minni byggður í staðinn þannig að rýmra verði um aðkomu að nr. 3 og 5. Lóð nr. 1 minnkar vegna aðkomunnar og lóð nr. 3 skiptist upp í tvær tvíbýlislóðir og sameiginlega aðkomu­lóð.

Skoða tillöguuppdrátt (pdf)

Lóð vestan Sauðhóls
(í miðhverfi Helgafellshverfis)

Lóðin er um 5.500 m2 og afmarkast af Vefarastræti að norðan og Snæfríðargötu að sunnan. Austan hennar er opið svæði, Sauðhóll, sem er undir hverfisvernd. Lóðin er á íbúðarsvæði skv. aðalskipulagi. Vestan og norðan hennar gildir deiliskipulag miðhverfis Helgafellshverfis, en sunnan og austan hennar gildir deiliskipulag 3. áfanga hverfisins. Tillagan gerir ráð fyrir að á lóðinni verði byggt 3-4-ra hæða fjölbýlishús með allt að 55 íbúðum fyrir eldri borgara. Bílageymsla verði undir húsinu.

Skoða tillöguuppdrátt (pdf)

Tillöguuppdrættir með greinargerðum og skipulagsskilmálum verða til sýnis í þjón­ustu­­veri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 26. september 2008 til og með 7. nóvember 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær at­huga­semd­ir. Tillögurnar eru einnig birtar hér á heimasíðu Mosfellsbæjar, sbr. tengla hér að ofan.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mos­fellsbæjar eigi síðar en 7. nóvember 2008. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

22. september 2008,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka