29. september 2008: Flugvöllur á Tungubökkum og frístundalóð við Krókatjörn.

14.10.2009

Frístundalóð við Krókatjörn og
Flugvallarsvæði á Tungubökkum

Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 25. og 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 neðangreindar tillögur að deiliskipulagi og breytingu á deiliskipulagi:

Frístundalóð við Krókatjörn

Tillaga að deiliskipulagi, auglýst skv. 25. gr. s/b-laga. Tillagan fjallar um lóð sunnan Krókatjarnar, landnr. 125152, sem er um 2 ha að stærð. Gert er ráð fyrir byggingarreitum fyrir þrjú ný frístundahús og má hvert þeirra vera allt að 110 m2 að stærð auk 20 m2 geymsluhúss.

Skoða tillöguuppdrátt (pdf) ...

Flugvallarsvæði á Tungubökkum

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. s/b-laga. Í gildi er deiliskipulag síðast breytt 15.12.2001. Í tillögunni felst stækkun á byggingarreit þriðja flugskýlis að austan, þannig að byggja megi við það til norðurs og austurs og stækka úr 396 m2 í 960 m2.

Skoða tillöguuppdrátt (pdf) ...

Tillöguuppdrættir með greinargerðum og skipulagsskilmálum verða til sýnis í þjón­ustu­­veri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 29. september 2008 til og með 10. nóvember 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær at­huga­semd­ir. Tillögurnar eru einnig birtar hér á heimasíðunni, sjá tengla hér að ofan.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mos­fellsbæjar eigi síðar en 10. nóvember 2008. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

23. september 2008,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar 

Til baka