4. janúar 2008: Skarhólabraut

14.10.2009

Skarhólabraut - Tillaga að deiliskipulagi og umhverfisskýrsla

(Endurauglýsing með breyttum dagsetningum vegna mistaka í fyrri auglýsingu)

Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi hluta Skarhólabrautar norðan undir Úlfarsfelli, þ.e. 1,1 km kafla frá hringtorgi við Vesturlandsveg og austur fyrir nýtt iðnaðarhverfi í Desjarmýri. Um er að ræða tengiveg skv. aðalskipulagi. Skipulagssvæðið er 30 – 40 m breitt belti sem brautin liggur í. Í megindráttum er um að ræða tveggja akreina veg, með biðreinum fyrir vinstri beygjur á gatnamótum. Meðfram brautinni að sunnanverðu er sýndur aðal-göngustígur í legu núverandi slóða meðfram hitaveituæð.

Samhliða deiliskipulagstillögunni er skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 auglýst til kynningar umhverfisskýrsla þar sem fjallað er um umhverfisáhrif væntanlegrar brautar.

Tillagan og umhverfisskýrslan verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 4. janúar 2008 til og með 15. febrúar 2008, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semdir. Tillagan og umhverfisskýrslan eru einnig birtar hér á heimasíðunni:

Deiliskipulag, tillöguuppdráttur (pdf, 680 k)
Umhverfisskýrsla (pdf, 3,2 MB)

Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar eigi síðar en 15. febrúar 2008. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu að deiliskipulagi inn­an þessa frests telst vera henni samþykkur.

27. desember 2007,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka