4. júlí 2007: Tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar sunnan Krókatjarnar

14.10.2009

Frístundalóð í landi Miðdals II

Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi frístundalóðar sunnan Krókatjarnar, í landi Miðdals II. Tillagan gerir ráð fyrir því að á lóðinni, sem hefur landnúmer 192803 og er um 1 ha að stærð, megi reisa eitt frístundahús allt að 110 m2 að stærð auk 20 m2 geymsluhúss.

Tillöguuppdráttur með greinargerð verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 4. júlí til 1. ágúst 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana at­huga­semd­ir. Tillagan er einnig birt hér á heimasíðunni:

Tillöguuppdráttur (pdf, 1500 k)

Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar eigi síðar en 15. ágúst 2007. Hver sá sem ekki gerir at­huga­semd við auglýsta tillögu inn­an þessa frests telst vera henni samþykkur.

27. júní 2007,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

 

Til baka