9. febrúar 2007: Tillaga að deiliskipulagi fyrir Skálatúnsheimilið og tillaga að breytingum á deiliskipulagi Krikahverfis.

14.10.2009

Skálatún - Krikahverfi

Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og tillögu að breytingum á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga. Tillögurnar eru sem hér segir:

Lóð Skálatúnsheimilisins, tillaga að deiliskipulagi

Skipulagssvæðið afmarkast til austurs og suðurs af götunni Skálahlíð, og til vesturs og norðurs af Baugshlíð, íbúðarlóðum við Klapparhlíð og opnu svæði við Hamrafell. Tillagan felur í sér nýja afmörkun Skálatúnslóðarinnar sem minnkar úr 8,7 ha í 6 ha. Skv. tillögunni er skipulagi frestað á norðvesturhluta lóðarinnar, en á öðrum hlutum skipulagssvæðisins er gerð grein fyrir aðkomuleiðum, göngustígum, bílastæðum og byggingarreitum fyrir sambýli, íbúðarhús, dvalar-/endurhæfingarstofnun og stofnanatengt atvinnuhúsnæði, alls allt að 14.500 m2 nýbygginga á einni til þremur hæðum.

Tillöguuppdráttur, pdf - 580k

Skýringarmynd: snið, pdf - 560k

Greinargerð og skilmálar, pdf - 32k

Greinargerð um hljóðvist (pdf - 50k) - Hljóðvist, teikningar (pdf - 560k)

Krikahverfi, tillaga að breytingum á deiliskipulagi

Helstu breytingar sem tillagan felur í sér eru þessar: Skipulagssvæðið stækkar til norðausturs yfir gatnamót við Hafravatnsveg en þar verður gert ráð fyrir hringtorgi og undirgöngum. Vegna hringtorgsins breytist lega austurenda Stórakrika og um leið lögun byggingarreits og lóðar nr. 3. Bætt er við lóð fyrir bensínstöð (sjálfsafgreiðslu) milli Stórakrika og Hafravatnsvegar. Lóð nr. 9 við Sunnukrika minnkar að vestanverðu. Aðrar minni breytingar eru skýrðar í texta á uppdrætti.

Tillöguuppdráttur, pdf - 980k

Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 9. febrúar til 9. mars 2007, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semdir. Tillögurnar eru einnig birtar hér á heimasíðunni, sbr. hér að ofan.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar eigi síðar en 23. mars 2007. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu inn­an þessa frests telst vera henni samþykkur.

5. febrúar 2007,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Til baka