19.11.2009: Við Skarhólabraut, tillaga að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi

18.11.2009
Mosfellsbær auglýsir hérmeð skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi lóðar fyrir slökkvi- og lögreglustöð norðan Skarhólabrautar, næst gatnamótum við Vesturlandsveg. Lóðin er um 16.700 m2 að stærð, með tvær tengingar við Skarhólabraut. Meginbyggingin er tveggja hæða, staðsett norðantil á lóðinni, með aðstöðu slökkviliðs í austurenda og fyrir miðju en lögreglustöð í vesturenda. Bílastæði og athafnasvæði verða sunnan hússins. Austast á lóðinni er gert ráð fyrir tækjageymslu í stakri byggingu. Hámarksnýtingarhlutfall er 0,4.

Tillöguuppdrættir:
Tillaga að deiliskipulagi (pdf, 1 mb) 
Skýringarmynd (pdf, 1,3 mb)   

Samhliða ofangreindri tillögu að deiliskipulagi er einnig auglýst skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga tillaga að breytingum á aðalskipulagi. Í tillögunni felst að settur er inn 1,7 ha reitur með skilgreiningunni „svæði fyrir þjónustustofnanir“ norðan Skarhólabrautar næst Vesturlandsvegi. Vesturhluti þessa reits er í gildandi aðalskipulagi skilgreindur sem opið, óbyggt svæði en austurhluti hans er skilgreindur sem íbúðarsvæði (hluti af Túnahverfi).

Breyting á aðalskipulagi, tillöguuppdráttur (pdf, 1,6 mb)

Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 19. nóvember 2009 til 31. desember 2009, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar hér á heimasíðunni, sbr. tengla hér að ofan. Tillaga að breytingum á aðalskipulagi liggur einnig frammi hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 31. desember 2009. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

13. nóvember 2009,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Til baka