11.01.2010: Skarhólabraut, tillaga að breytingum á deiliskipulagi

11.01.2010
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 og 7. gr. laga nr. 105/2006 tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi „Skarhólabrautar að Desjarmýri,“ sem samþykkt var 12. mars 2008. Breytingarnar tengjast áformum um slökkvi- og lögreglustöð við Skarhólabraut, og felast einkum í fjölgun akreina á kafla vestast og tveimur nýjum tengingum við götuna.

Umhverfisskýrsla skv. lögum nr. 105/2006 er hluti af greinargerð á uppdrætti.

Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 11. janúar 2010 til og með 22. febrúar 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt hér á heimasíðunni:

Breyting á deiliskipulagi, tillöguuppdráttur (.pdf, 1,8 MB)
 
Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 22. febrúar 2010. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

5. janúar 2010,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Til baka