26.3.2010: Varmaland 2, Mosfellsdal - tillaga að deiliskipulagi

26.03.2010
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi Varmalands 2 í Mosfellsdal, l.nr. 123810. Skipulagssvæðið er um 4.000 m2 og á því eru nú íbúðarhús og hesthús. Í tillögunni eru skilgreindir tveir byggingarreitir, annar fyrir íbúðarhús, bílskúr og vinnustofu og hinn fyrir gripahús. Hámarksnýtingarhlutfall er sett 0,15.

Tillöguuppdráttur með greinargerð og skipulagsskilmálum verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 26. mars 2010 til 7. maí 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt hér á heimasíðunni:

Tillöguuppdráttur (pdf, 1,8 MB)

Athugasemdir þurfa að vera skriflegar og skal senda þær til skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar eigi síðar en 7. maí 2010. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

22. mars 2010,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Til baka