3.6.2010: Deiliskipulag frístundabyggðar við Selvatn

03.06.2010
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar norðan og vestan Selvatns. Skipulagssvæðið  er upphaflega úr landi Miðdals, um 24 ha að stærð. Í tillögunni er svæðinu skipt upp í 24 lóðir frá 0,5 til 1,23 ha að stærð, og þrjá skika sem verða óskipt sameign. Á hverri lóð verði heimilt að byggja sumarhús allt að 110 m2 að stærð auk 20 m2 geymsluhúss. Kveðið er á um að óheimilt sé að gróðursetja hávaxnar trjátegundir innan 50 m frá vatninu og kvöð er sett um opna gönguleið eftir ströndinni.

Tillöguuppdráttur með greinargerð og skipulagsskilmálum verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 3. júní 2010 til 15. júlí 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt hér á heimasíðunni:

Tillöguuppdráttur, pdf, 2,3 MB

Athugasemdir þurfa að vera skriflegar og skal senda þær til skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar eigi síðar en 15. júlí 2010. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

28. maí 2010,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka