21.10.2010: Þrjár deiliskipulagstillögur

20.10.2010
Mosfellsbær auglýsir hér með tvær tillögur að deiliskipulagi skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og eina tillögu að breytingum á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga:

Gata undir hlíðum Helgafells
Tillaga að deiliskipulagi, sem fjallar um breytta legu aðkomugötu að húsum á Helgafellstorfu. Skv. tillögunni færist gatan norður fyrir lóð Helgafells 1 og tengist síðan inn á austurhluta Bergrúnargötu.
Skoða uppdrætti: Deiliskipulagstillaga (pdf, 1,4 MB) - Skýringaruppdráttur (pdf, 2 MB)

Lynghóll, lnr. 125346
Tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar sem er tæpir 6 ha að stærð. Skv. tillögunni verður heimilt að reisa nýtt frístundahús á lóðinni í stað eldra húss, allt að 70 m²  að stærð auk 20 m² geymsluhúss, samtals 90 m².
Skoða tillöguuppdrátt (pdf, 0,5 MB)

Reykjahvoll 39 og 41
Tillaga að breytingum á „deiliskipulagi frá Reykjalundarvegi að Húsadal,“ áður síðast breyttu 27.08.2008. Skv. tillögunni breytast  lóðarmörk milli lóðanna nr. 39 og 41 við Reykjahvol þannig að nr. 39 stækkar um 2.280 m² á kostnað nr. 41. Einnig er byggingareitur Reykjahvols 41 lagaður að nýrri legu lóðamarka.
Skoða tillöguuppdrátt (pdf, 0,8 MB)

Tillöguuppdrættir með greinargerðum og skipulagsskilmálum verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 21. október 2010 til 2. desember 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar er einnig birtar hér á heimasíðunni, sbr. tengla hér að ofan.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar eigi síðar en 2. desember 2010. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

15. október 2010,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Til baka