Endurskoðun aðalskipulags, verkefnislýsing skv. 30. gr.

13.07.2011

Undanfarin misseri hefur verið unnið að endurskoðun á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024 og mun endurskoðað skipulag taka til tímabilsins 2009-2030. Drög að tillögu liggja fyrir og er áformað að setja hana í kynningarferli gagnvart íbúum og umsagnaraðilum nú í haust, áður en hún verður samþykkt til auglýsingar.

Í samræmi við 30. gr. nýrra skipulagslaga nr. 123/2010 og túlkun Skipulagsstofnunar á ákvæðum um lagaskil samþykkti bæjarstjórn 25. maí s.l. lýsingu á skipulagsverkefninu og er hún nú lögð fram til kynningar fyrir almenningi og umsagnaraðilum. Lýsingin liggur frammi útprentuð í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð, og á pdf-formi hér á heimasíðunni. Hana er einnig að finna á  slóðinni:

mos.is/Skipulagogumhverfi/Skipulagsogbyggingarmal/Adalskipulag/EndurskodunAdalskipulags/

en Þar eru einnig fyrirliggjandi drög að skipulagstillögu og umhverfismati, og fleiri gögn sem varða endurskoðunina.
Ábendingum varðandi lýsinguna skal komið á framfæri við undirritaðan á póstfangið finnur@mos.is.

12. júlí 2011
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar.

Til baka