19.3.2012 Helgafellshverfi - Brúnás, breyting á deiliskipulagi

17.03.2012

Tillaga að breytingum á deiliskipulagi

Brunas_mynd-litilMosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi annars áfanga Helgafellshverfis, sem samþykkt var 13.12.2006 og síðast breytt 17.07.2008.

Í tillögunni felst, að legu Brúnáss er breytt og hann látinn tengjast Ásavegi með T-gatnamótum, en samkvæmt gildandi skipulagi átti Brúnás að sveigja til norðurs  og liggja meðfram Ásavegi. Markmið með breytingunni er aðallega að bæta tengingu Ásahverfis við gatnakerfið, en einnig að uppfylla ákvæði lóðarsamnings um að aflétta skerðingu á lóðinni Fellsási 2.

Tillagan verður til sýnis í sýningarskáp á 1. hæð og í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð, frá 19. mars 2012 til og með 30. apríl 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt hér á heimasíðunni:

Tillöguuppdráttur, pdf 2,7 MB ...

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 30. apríl 2012.

13. mars 2012,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka