3 deiliskipulagstillögur - endurauglýsing

14.12.2012

Mosfellsbær auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi og 1. mgr. 43. gr. sömu laga tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagsáætlunum. Um er að ræða áður auglýstar og samþykktar tillögur, sem öðluðust ekki gildi þar sem auglýsingar um gildistöku birtust eftir að 3-ja mánaða frestur skv. 2. mgr. 42. gr. var liðinn.

Brúnás, Helgafellshverfi – deiliskipulagsbreyting
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi annars áfanga Helgafellshverfis, sem samþykkt var 13.12.2006 og síðast breytt 17.07.2008. Í tillögunni felst, að legu Brúnáss er breytt og hann látinn tengjast Ásavegi með T-gatnamótum, en samkvæmt gildandi skipulagi átti Brúnás að sveigja til norðurs  og liggja meðfram Ásavegi. Markmið með breytingunni er aðallega að bæta tengingu Ásahverfis við gatnakerfið, en einnig að uppfylla ákvæði lóðarsamnings um að aflétta skerðingu á lóðinni Fellsási 2. Áður auglýst 17.3.2012.

Brúnás - tillöguuppdráttur (pdf, 4 MB)

Braut, Mosfellsdal - deiliskipulagsbreyting
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Laugabólslands, upphaflega samþykktu 18.8.1999, síðast breyttu 9.5.2012. Í tillögunni felst að markaður er byggingarreitur á lóð Brautar og heimilað að innan hans rísi nýtt einbýlishús með innbyggðum eða stakstæðum bílskúr í stað núverandi húss. Áður grenndarkynnt 18.8.2010.

Braut - tillöguuppdráttur (jpg, 0,8 MB)

Frístundalóð v. Silungatjörn, l.nr. 125184
Tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar með landnr. 125184, sem liggur vestur af norðurenda Silungatjarnar og er um 0,67 ha að stærð. Á henni eru nú tvö lítil hús, og er gert ráð fyrir að annað þeirra standi áfram. Skv. tillögunni verður heimilt að byggja nýtt hús á lóðinni, þannig að frístundahús verði samtals allt að 110 m2 að stærð auk 20 m2 geymsluhúss. Áður auglýst 5.5.2010.

Frístundalóð - tillöguuppdráttur (pdf, 1,1 MB)

Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 1. hæð, frá 14. desember 2012 til og með 25. janúar 2013, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar hér á heimasíðunni, sjá tengla hér ofar.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 25. janúar 2013.

10. desember 2012,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka