Tillaga að Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 og umhverfisskýrsla

14.02.2013

Opna pdf-þéttbýlisuppdráttBæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga nr. 105/2006  um umhverfismat áætlana tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 og tilheyrandi umhverfisskýrslu. Tillagan er sett fram í greinargerð, sem inniheldur einnig umhverfisskýrsluna, og á tveimur uppdráttum; þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdrætti, og eru þessi gögn dagsett 15. janúar 2013. Um er að ræða heildarendurskoðun á gildandi aðalskipulagi 2002-2024.

Í tillögunni hefur verið komið til móts við athugasemdir og ábendingar sem Skipulagsstofnun setti fram eftir athugun skv. 30. gr. skipulagslaga.

Tillagan verður til sýnis hjá Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, – í útstillingarkassa á 1. hæð og í afgreiðslu á 2. hæð, –  frá og með 15. febrúar 2013 til og með 2. apríl 2013. Hún er einnig birt hér á heimasíðu bæjarins, sjá tengla hér neðar, og loks mun hún liggja frammi á sama tíma hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, og á Bókasafni Mosfellsbæjar.

Á kynningartímanum verður ennfremur haldinn almennur borgarafundur um tillöguna og verður hann auglýstur síðar.

Tenglar á tillögugögnin:
Greinargerð og umhverfisskýrsla - pdf-skjal, 2,5 MB
Þéttbýlisuppdráttur - pdf-skjal, 3,7 MB  -  jpg-skjal, 2,1 MB
Sveitarfélagsuppdráttur - pdf-skjal, 7,6 MB  -  jpg-skjal, 2,8 MB

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna og/eða umhverfisskýrsluna er til og með 2. apríl 2013. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað til Skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ.

11. febrúar 2013
Finnur Birgisson
skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka