Stórikriki 29-37, tillaga að breytingum á deiliskipulagi

15.03.2013

Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krikahverfis, sem samþykkt var 11.8.2005 og síðast breytt 28.9.2011.

Í tillögunni felst að lóðum nr. 29–37 (oddatölur) við Stórakrika verði skipt upp í parhúsalóðir, þannig að í stað einbýlishúss komi tvö einnar hæðar parhús sem megi vera allt að 160 m2 hvert. Fyrir hvert parhús verði tvö bílastæði á lóð, en við breytinguna myndi bílastæðum úti í götu fækka um eitt m.v. gildandi skipulag.

Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 15. mars 2013 til og með 26. apríl 2013, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt hér á heimasíðunni:

Tillöguuppdráttur (pdf, um 1 MB)

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 26. apríl 2013.

11. mars 2013,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka