Opnun útboðs í gatnagerð Tunguvegar

25.06.2013

Opnun útboðs í gatnagerð TunguvegarÞann 25. júní voru opnuð tilboð í gatnagerð Tunguvegar að þeim viðstöddum sem þess óskuðu. Um er að ræða gatnagerð frá Skeiðholti að Kvíslartungu, brýr yfir Varmá og Köldukvísl, hringtorg við Skeiðholt og undirgöng undir Skeiðholt. 

 

Eftirfarandi tilboð bárust.

1. Ístak hf

Kr: 339.773.976

2. Loftorka reykjavík ehf

Kr: 364.861.000

3. Urð og grjót ehf

Kr: 366.463.000

4. Byggingarfélagið Jörð

Kr: 351.779.955

5. Eykt

Kr: 360.686.772

   

Kostnaðaráætlun hönnuða

Kr: 322.470.086

Verkinu er skipt í 2 áfanga.

Verklok fyrri áfanga, gatnagerð og brýr 15.nóvember 2013.
Heildarverklok, hringtorg og undirgöng við Skeiðholt ásamt lokafrágangi 1.júlí 2014.

Innsend tilboð voru opnuð á staðnum þann 25. júní kl 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óskuðu.

Til baka