Afgreiðsla Bæjarstjórnar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030

09.07.2013

9.7.2013: Afgreiðsla Bæjarstjórnar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030Þann 26. júní 2013 samþykkti Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tillögu að Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sem auglýst var skv. 31. gr. skipulagslaga ásamt umhverfisskýrslu  þann 15. febrúar 2013 með athugasemdafresti til  2. apríl 2013.

Alls bárust 37 athugasemdir við tillöguna á kynningartímanum, að meðtöldum umsögnum stofnana um umhverfisskýrslu. Umsagnir skipulagsnefndar um athugasemdirnar voru samþykktar í Bæjarstjórn 12. júní 2013. Jafnframt var samþykkt að gera nokkrar minniháttar breytingar á skipulaginu vegna athugasemdanna.

Umsagnirnar hafa verið sendar þeim sem athugasemdir gerðu. Ágrip af efni athugasemda og umsagnirnar eru aðgengileg hér á heimasíðunni:

Athugasemdir og svör, pdf-skjal

Aðalskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til staðfestingar sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga. Þeim sem óska eftir frekari upplýsingum um aðalskipulagið og afgreiðslu þess er bent á að snúa sér til undirritaðs.

9. júlí 2013
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka