Tillaga að breytingum á deiliskipulagi í Leirvogstungu

02.01.2014
Mosfellsbær auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu sem samþykkt var 28.3.2007 og síðast breytt 29.8.2013. Tillagan tekur til hluta af svæði 4, þ.e. tiltekinna lóða við austurhluta Vogatungu, og einnar raðhúsalengju við Laxatungu á svæði 3.
Meginbreyting samkvæmt tillögunni er sú, að húsgerðir breytast frá því að vera tveggja hæða rað- og parhús í einnar hæðar hús. Íbúðum fækkar við þetta um tvær frá gildandi skipu­lagi, úr 50 íbúðum í 48, byggingarreitir stækka í flestum tilvikum og á nokkrum stöðum stækka lóðir á kostnað opinna svæða.

Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þver­holti 2, frá 23. desember 2013 til og með 3. febrúar 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt hér á heimasíðunni:
Tillöguuppdráttur (pdf-skjal, 2,16 MB)

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mos­fells­bæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 3. febrúar 2014.


18. desember 2013,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

 

Til baka