Till. að breytingu á deiliskipulagi: Stækkun félagsheimilis hestamanna

02.06.2014

Mosfellsbær auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi hesthúsasvæðis á Varmárbökkum, síðast breyttu 21.9.2005.

Markmið tillögunnar er að gera mögulega stækkun á félagsheimili hestamanna, Harðarbóli. Í tillögunni er markaður byggingarreitur fyrir einnar hæðar stækkun hússins til suðvesturs, 12 x 13 m að stærð. Jafnframt er félagsheimilinu afmörkuð sérstök lóð.

Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 30. maí 2014 til og með 14. júlí 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt hér á heimasíðu Mosfellsbæjar:

Tillöguuppdráttur (pdf, 300 k)  

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 14. júlí 2014.

27. maí 2014,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka