Miðsvæði Helgafellshverfis, tillaga að breytingum á deiliskipulagi

18.11.2014

Mosfellsbær auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingum á deiliskipulagi miðsvæðis eða 1. áfanga Helgafellshverfis, sem samþykkt var 13.12.2006 og síðast breytt 7.5.2014. Tillagan tekur til lóðar nr. 7-13 við Vefara­stræti.

Helstu breytingar samkvæmt tillögunni eru þær, að íbúðum fjölgar úr 32 í 34, að lögun byggingarreita breytist lítillega og bætt er við byggingarreitum fyrir bílageymslu neðanjarðar og hjóla- og vagnageymslur á lóð, og að slakað er á kröfum um bílastæði þannig að íbúðir minni en 70 m2 (var 60 m2) þurfi 1,5 stæði og þau megi öll vera ofanjarðar.

Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þver­holti 2, frá 17. nóvember 2014 til og með 29. desember 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt hér á heimasíðunni:

Vefarastræti 7-11 tillöguuppdráttur (PDF, 800 k)

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mos­fells­bæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 29. desember 2014.

12. nóvember 2014,



Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka