Opnun tilboða - Vesturlandsvegur, undirgöng við Aðaltún

28.04.2015

Umhverfissvið Mosfellsbæjar og Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í gerð forsteyptra undirganga undir Vesturlandsveg við Aðaltún ásamt tilheyrandi stígagerð og yfirborðsfrágangi. Verkið felst einnig í gerð bráðabirgðavegar auk færslu og endurnýjun á lögnum. Undirgöng verða yfir 5 m breið, um 20 m löng og unnin verður alls um 200 m af stígum.

Tilboð opnuð 21.04.2015 kl.11:00 að þeim bjóðendum viðstöddum sem óskuðu.

Engar athugasemdir komu fram

Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2015

Bjóðandi  Tilboð kr.  Hlutfall   Frávik þús.kr. 
Ístak ehf., Reykjavík  145.066.121 114,3  0  
Áætlaður verktakakostnaður 126.909.750  100,0  -18.156 
Til baka