Verkefnislýsing: Deiliskipulag við Æðarhöfða

26.05.2015

Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar verkefnislýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir gerð deiliskipulags fyrir svæði sunnan og vestan lóða við Þrastarhöfða að væntanlegum tengivegi um Blikastaðaland skv. aðalskipulagi. Markmið deiliskipulagsins er annars vegar að skilgreina lóð fyrir nýjan skóla fyrir elstu árganga leikskólastigs og yngstu árganga grunnskóla, og hinsvegar að festa í skipulagi aðkomu og bílastæði fyrir golfvöllinn Hlíðarvöll.

Í verkefnislýsingunni kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitarstjórn hefur við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Verkefnislýsingin liggur frammi í Þjónustuveri Mosfellsbæjar á 2. hæð Þverholts 2, 270 Mosfellsbæ, og hér á heimasíðunni:

Verkefnislýsing, pdf  - 1,2 MB

Athugasemdum og ábendingum varðandi skipulagslýsinguna má skila til þjónustuversins eða undirritaðs og er æskilegt að þær berist fyrir 8. júní n.k.

26. maí 2015,

Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
finnur[hjá]mos.isTil baka