Stækkun Leirvogstungu, framlengdur frestur
03.11.2015Mosfellsbær auglýsir hér með framlengdan athugasemdafrest til 20. nóvember 2015 vegna tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sem auglýst var 18. september með athugasemdafresti til 30. október.
Tillagan er um stækkun Leirvogstunguhverfis til austurs, með nýrri götu austan við Kvíslartungu þar sem verði 2-ja hæða fjórbýlis- og parhús og tvö einnar hæðar einbýlishús austan götunnar, en einnar hæðar rað- og parhús vestan hennar, næst lóðum við Kvíslartungu. Alls 38 íbúðir við nýju götuna.
Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, fram til 20. nóvember 2015, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt hér á heimasíðunni:
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 20. nóvember 2015.
2. nóvember 2015,Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar