Tvær deiliskipulagsbreytingar: Desjamýri 5 og Gerplustræti 31-37

22.02.2016
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi:

Gerplustræti 31-37, miðhverfi Helgafellshverfis
Helstu breytingar samkvæmt tillögunni eru fjölgun íbúða úr 32 í 40, fækkun stigahúsa úr fjórum í tvö, tilslökun á kröfum um bílastæði og að vestasti hluti húss megi vera fjórar íbúðarhæðir Sýndur eru byggingarreitur fyrir bílakjallara og gerð grein fyrir fjölgun bílastæða ofanjarðar innan lóðar.

Athafnasvæði Desjamýri
Breytingarnar varða lóðina Desjamýri 5 og eru til þess gerðar að nýta megi lóðina alfarið undir geymsluhúsnæði á einni hæð í litlum einingum. Um er að ræða framhald uppbyggingar sem stendur yfir á lóð nr. 7. Í tillögunni er byggingarreit og skipulagsskilmálum fyrir lóðina breytt í þessu skyni og leyfilegt byggingarmagn aukið lítillega, þ.e. að hámarksnýtingarhlutfall verði 0,42.

Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 22. febrúar 2016 til og með 4. apríl 2016, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar hér á heimasíðunni:

Desjamýri 5, tillöguuppdráttur
Gerplustræti 31-37, tillöguuppdráttur

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfells-bæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 4. apríl 2016.

17. febrúar 2016,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka