3 tillögur - Deiliskipulag að Háeyri, Lerkibyggð og Vindhóli

20.06.2016
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi:

Háeyri við Reykjalundarveg, tillaga að deiliskipulagi

Tillagan gengur út á að skipta lóðinni Háeyri, sem er um 2.700 m2 og þar sem nú stendur gamall sumarbústaður, í tvær lóðir fyrir einbýlishús með aðkomu frá Reykjalundarvegi og komi annað húsið í stað sumarbústaðarins. Húsin verði tveggja hæða, með bílgeymslum og að hámarki 450 m2 að stærð. Meðfram Reykjalundarvegi komi göngustígur. 

Vindhóll Helgadal, tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Tillaga um byggingarreit fyrir nýtt íbúðarhús á landinu rétt norðan við núverandi eldra hús, sem verði gert að gestahúsi. Aðkoma að báðum húsum verði frá Helgadalsvegi þar sem hún er nú. Nýja húsið verði tveggja hæða, allt að 360 m2 brúttó.

Lerkibyggð 1-3, tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Tillaga um stækkun lóðarinnar til suðausturs um þríhyrnu sem er utan lóða skv. gildandi skipulagi. Jafnframt er byggingarreitur parhúsa á lóðinni færður um 4 m til norðausturs og hámarksstærð húsanna aukin. Á lóðarstækkuninni verði bílastæði og bílskúrar. 

Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 20. júní 2016 til og með 1. ágúst 2016, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar hér á heimasíðunni:

Háeyri, deiliskipulagstillaga (pdf, 1,2 MB)
Lerkibyggð, tillaga að breytingu (pdf, 1,2 MB)
Vindhóll, tillaga að nýjum byggingarreit (pdf, 0,7 MB)

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 1. ágúst 2016.

14. júní 2016,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar


Til baka