Deiliskipulag – Þingvallavegur í Mosfellsdal

22.09.2016
Kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal verður haldinn í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, þriðjudaginn 27. september næst komandi kl. 17:00 – 18:00.

Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal.
Um er að ræða kynningu á deiliskipulagi skv. grein 5.6.1. í skipulagsreglugerð. 

Á fundinum verður gerð grein fyrir tillögunni og fyrirspurnum svarað. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta.
Til baka