Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - Óveruleg breyting – Ævintýragarður

06.10.2016

Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030
Óveruleg breyting – Ævintýragarður
(109-Ou) fjölgun aðalgöngustíga


Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur þann 31. ágúst 2016 samþykkt tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sbr. 2. mgr. 36. gr.skipulagslaga nr. 123/2010. 


Ævintýragarðurinn er í Ullarnesbrekkum vestan Vesturlandsvegar á milli Varmár og Köldukvíslar. Garðurinn er í aðalskipulagi skilgreindur sem opið svæði, útivistarsvæði (109-Ou). Samgöngustígur er áformaður meðfram Vesturlandsvegi. Stígurinn mun liggja í gegnum Ævintýragarðinn, frá Brúarlandi yfir Varmá og tengjast við aðalstíginn meðfram Tunguveginum sunnar Leirvogstunguhverfis. Stígurinn verður verður allt að 4 m beiður. Sem hluti af stígnum eru gögnubrýr yfir Varmá á tveimur stöðum og yfir Köldukvísl á einum stað. Í breytingunni felst að aðalgöngustígum er fjölgað á svæðinu til þess að bæta göngutengingar á svæðinu. Breytingin ásamt rökstuðningi er sett fram á uppdrættir í A2 stærð, dags. 10 ágúst 2016. 

 
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til undirritaðs.

3. október 2016,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

 


Til baka

Myndir með frétt