Þrjár tillögur að breytingum á deiliskipulagi

25.11.2016

Þrjár tillögur að breytingum á deiliskipulagi:

Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar þrjár tillögur að breytingum á deiliskipulagi:

Snæfríðargata 2-8
Tillagan gerir ráð fyrir að húsagerð breytist úr R2-n í R1-n. Breytingin felur í sér að í stað tveggja hæða raðhúsa komi einnar hæðar raðhús á lóðina.

GÖGN: Snæfríðargata 2-8, breyting á deiliskipulagi

Vogatunga 56-60 og Laxatunga 102-114

Tillagan gerir ráð fyrir því að í stað tveggja hæða raðhúsa R-IID á lóðum að Laxatungu 102-114 komi einnar hæðar raðhús R-ID. Á lóðunum að Vogatungu 56-60 verða heimilað að reisa tveggja hæða raðhús R-IID í stað eins hæðar raðhúsa R-ID. Byggingarreitur er stækkaður til norðurs og suðurs um 2 metra og um 2.5 metra til austurs og vesturs. Samanlögð stækkun er 550 fm.

GÖGN: Vogatunga 56-60 og Laxatunga 102-114 breyting á deiliskipulagi

Miðsvæði, Gerplustræti 14, Helgafellsskóli

Um er að ræða deiliskipulagsbreytingu á lóðinni að Gerplustræti 14, grunn- og leikskólalóð, einnig merkt S-I-III-B í deiliskipulagi. Breytingin felur í sér að felldur er út byggingarreitur fyrir einnar hæðar færanlega kennslustofu á austurhluta lóðarinnar, merkt S-I-C. Einnig er felld út aðkoma að kennslustofunum ásamt 12 bifreiðastæðum. Bundinni byggingarlínu er breytt í hefðbundna byggingarlínu á vesturhlið reits og á norðurhlið er bundin byggingarlína framlengd eftir allri hliðinni. Samhliða því er kennileiti fært austar á byggingarreit og verður einnar hæðar séð frá Gerplustræti. Við bætist byggingarreitur að bílastæðum neðanjarðar fyrir tæknirými. Byggingarreitur skólans merktur S-I-II-B er stækkaður úr 7.152 fm. í 11.600 fm. Leyfilegt nýtingarhlutfall verður 0.6. Leyfilegt verður að staðsetja færanlegar kennslustofur innan byggingarreits. Samsíða bílastæðum á norðurhlið lóðar við Gerplustræti er fækkað úr 25 í 21, þar af tvö fyrir hreyfihamlaða og eitt sleppistæði. Stæðum á vesturhlið lóðar fjölgar úr 8 í 18 stæði. Lóðarmörk eru stækkuð til austurs og bílastæðum breytt úr samsíða stæðum í skásett stæði og fjölda þeirra breytt úr 14 í 26, þar af 4 stæði fyrir hreyfihamlaða. Samhliða þessum breytingum færast gangstétt og gróðurbelti vestar og götu er breytt í einstefnugötu. Gert er ráð fyrir nýju bílastæði á suðurhluta lóðar við Vefarastræti með 29 bílastæðum, þar af tvö stæði fyrir hreyfihamlaða, þar eru einnig þrjú rútustæði, gert er ráð fyrir aðkomu stærri bíla á því stæði.

Í greinargerð núverandi deiliskipulags er gert ráð fyrir 80 stæðum en verður eftir breytingu 97 innan lóðar, almennum stæðum í hverfinu er voru utan skólalóðar fækkar um 19.

GÖGN : Miðsvæði, Gerplustræti 14, Helgafellsskóli breyting á deiliskipulagi

Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 25. nóvember 2016 til og með 6.janúar 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar hér á heimasíðu Mosfellsbæjar.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 6. janúar 2017.

 

25. nóvember 2016,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Til baka