Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030

08.03.2017

Óveruleg breyting – Reykjahvoll, stækkun íbúðarsvæðis og færsla reiðleiðar.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur þann 22. febrúar 2017 samþykkt tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sbr. 2. mgr. 36. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn hefur samþykkt ósk lóðareiganda við Reykjahvol um snúning á götu og færslu lóðar m.a. til þess að aðlaga fyrirhugaða byggð betur að landslagi á svæðinu. Við það fellur hluti íbúðarsvæðisins utan skilgreindar afmörkunar í gildandi aðalskipulagi eða sem nemur allt að 15 metrum til suðausturs þar sem mest er. Efst á fyrirhuguðu íbúðarsvæði er skilgreind reiðleið í gildandi aðalskipulagi. Eðlilegt er talið að samfara fyrrnefndri breytingu verði sú reiðleið færð út fyrir íbúðarsvæðið og ofar í hlíðina. Breytingin felst í því að hluti suðausturs marka íbúðarflekans færist til suðausturs um allt að 15 m. þar sem mest er. Stærð íbúðarflekans er 14.6 ha en verður 14.8 ha. Stækkunin nemur því 0.2 h. Samfara stækkun íbúðarflekans færist skilgreind reiðleið sem nú liggur um efsta hluta íbúðarflekans upp á hjalla ofar í hlíðinni.

Breytingin ásamt rökstuðningi er sett fram á uppdrætti í A2 stærð dags 7. Febrúar 2017.

GÖGN170207-Reykjahvoll aðalskipulagsbreyting

AUGLÝSING: Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030, Óveruleg breyting – Reykjahvoll, stækkun íbúðarsvæðis og færsla reiðleiðar.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til undirritaðs.

6. mars 2017,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
olafurm@mos.is
Til baka