Þrjár tillögur að breytingum á deiliskipulagi

21.03.2017

Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar þrjár tillögur að breytingum á deiliskipulagi:

Reykjahvoll 8
Breytingin fellst í því að byggingarreit er breytt. Allir aðrir samþykktir skilmálar eru óbreyttir.

Ástu-Sólliljugata 14-16
Breytingin fellst í breytingu á lóðarmörkum og breytingu á byggingarreitum. Allir aðrir samþykktir skilmálar eru óbreyttir.

Engjavegur 11-11a 
Breytingin fellst í breytingu á lóðarmörkum og breytingu á byggingarreitum. Bygging á lóð nr. 11 er færð inn á uppdrátt. Allir aðrir samþykktir skilmálar eru óbreyttir.

Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 21. mars 2017 til og með 2. maí 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 2. maí 2017.

21. mars 2017,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar

Til baka