Tillaga að deiliskipulagi og tillaga að breytingu á deiliskipulagi

30.03.2017

Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi:

Tengivirki Landsnets við Sandskeið, tillaga að deiliskipulagi

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir tengivirki Landsnets við Sandskeið. Tengivirkið er um 1.7 km. norðan við Suðurlandsveg (þjóðveg nr. 1). Tillagan felur í sér að reist verður nýtt tengivirki við Sandskeið. Tengivirkið mun gegna mikilvægu hlutverki í meginflutningskerfi raforku á suðvesturhorni landsins. Svæðið sem deiliskipulagið nær til afmarkast að línuvegi til suðurs og óbyggðu svæði til norðurs, austurs og vesturs. 

Miðbær Mosfellsbæjar, Bjarkarholt / Háholt, tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Mosfellsbæjar.

Breytingin felst í því að:

Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að koma fyrir bílastæðum á milli lóðanna. Þessi bílastæði eru felld út.

Í stað fjögurra lóða sem fyrirhugaðar voru á svæðinu verða nú tvær lóðir. Lóðirnar sem standa við Bjarkarholt, ásamt lóð nr. 23 við Háholt, sameinast í eina lóð. Lóð nr. 17-21 verður áfram ein lóð. Lóðarmörk breytast og lóðir stækka jafnframt til suðurs.

Á nýrri lóð við Bjarkarholt eykst nýtingarhlutfall og fjöldi íbúða miðað við núverandi áætlanir. Nýtt skipulag gerir ráð fyrir 105 íbúðum í stað 52 íbúða sem gert er ráð fyrir samkvæmt núgildandi deiliskipulagi.

Á lóð nr. 17-21 við Háholt verður gert ráð fyrir íbúðum ásamt þeirri verslun og þjónustu sem fyrirhuguð er samkvæmt núgildandi áætlun. Í stað þriggja byggingareita verður einn byggingarreitur á lóðinni með verslun og þjónustu á jarðhæð en íbúðum á 3-4 hæðum fyrir ofan.

Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 31. mars 2017 til og með 14. maí 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á vef Mosfellsbæjar á slóðinni mos.is/skipulagsauglysingar.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfells-bæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 14. maí 2017.

31. mars 2017,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
olafurm@mos.is

Til baka