Fossatunga gatnagerð, opnun á útboði

24.04.2017

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskaði eftir tilboðum í verkið: Fossatunga – Gatnagerð og veitur 2017 og tilboð voru opnuð í apríl. Um er að ræða nýja götu sem nefnd hefur verið Fossatunga sem staðsett er í nokkuð grónu hverfi í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Helstu verkþættir eru að ljúka vinnu við gatnagerð, rif á húsi og jarðvinna vegna veitukerfa á svæðinu.

Eftirfarandi tilboð bárust:

  • Steinmótun ehf - 84.366.474 kr. - 93%
  • Hellubjarg ehf - 87.961.896 - 97%
  • Jarðbrú ehf & Óskarverk ehf - 118.334.833 kr. - 131%

Kostnaðaráætlun: 90.412.887 kr. - 100%

Til baka